Örnefni

Kléberg

Kléberg er klettahöfði eða tangi, sem gengur út·í Hofsvík. Kléberg er nefnt í Kjalnesinga sögu sem talin er rituð á 14. öld. Hér á þessum stað er·sagt að Búi Andríðsson hafi barist við Hofverja og fellt nokkra þeirra með·slöngvivað sínum af 200 metra færi, er þeir fóru yfir lækinn hér vestur af, nú·ýmist nefndur Klébergslækur eða Bergvíkurlækur.

Í·íslenskri tungu er orðið kléberg notað yfir tálgustein, sem var mikill·nytjasteinn til forna. Þetta er mjúk bergtegund sem auðvelt er að tálga, er·eldþolin og hentaði því vel í grýtur, kolur og fleiri muni.· Bergtegundin·þekkist ekki í náttúru Íslands og lítið er um innlendan nytjastein á Íslandi,·þó fundist hafi munir úr íslensku móbergi.·Klébergsörnefni og -námur finnast·hins vegar í Noregi og á Hjaltlandi. Þaðan komu landnámsmenn til Íslands·og höfðu með sér kléberg og klébergsmuni sem fundist hafa við fornleifauppgröft·víða um land, t.d. fannst grýtubrot í fornum öskuhaug á Hofi á Kjalarnesi.·Móbergið grágræna í Esjunni og hér neðan til í Kléberginu vestanverðu er ekki·ósvipað að útliti og klébergið og hefur ef til vill haft áhrif á tilurð·örnefnisins. Ekki eru heimildir um þetta örnefni víðar á Íslandi.

Einbúi·er· lítill klapparhóll við vesturhorn·skólaleikvallarins. Nafnið var dregið af einsetukarli sem sagður var hafa búið·þar og verið mjög forn í háttum. Höfðu menn ótrú á að hrófla við þessum·stað.

Umfk

Dagatal

August 2021
S M T W T F S
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31

Á döfinni

No events

Björgunarsveitin Kjölur

ÍK

Sögufélagið Steini

Facebook