Fornleifar
Jörfi
- Details
- Created: Friday, 20 January 2012 18:42
Jörfi er í dag afmörkuð lóð vestast á skipulagssvæði byggðar í Grundarhverfi, en um 1700 var þetta hjáleiga úr landi Hofs. Grundarhverfi dregur nafn sitt af smábýli sem á sínum tíma var byggt úr landi Jörfa og nefndist Grund.
Það eru ekki til margar ritaðar heimildir um sögu jarðarinnar en teknar hafa verið saman þær heimildir um jörðina sem þekktar eru, t.a.m loftmyndir frá bandaríska hernum frá 1945 og hafa menn rýnt í þessar heimildir og getið sér til hvar mætti búast við að finna fornleifar á jörðinni.
Jörðin Jörfi tilheyrir því svæði sem talið er að Helgi bjóla hafi numið. Jörfa er svo fyrst getið í fógetareikningum 1547-1552.4 Samkvæmt jarðatali 1704 var jörðin talin vera afbýli úr landi Hofs og var dýrleiki hennar átta hundruð. Matið var reiknað í heimajörðinni. Einn ábúandi var á jörðinni og galt hann sextíu álnir í landskuld í reiðufé upp á landsvísu og galt eigandi féð á Alþingi. Tvö leigukúgildi fylgdu jörðinni og guldust leigur í smjöri til þess staðar sem landsdrottinn vildi. Á jörðinni gátu fóðrast þrjár kýr og átta lömb en kvikfénaður var fjórar kýr, átta ær með lömbum, tíu sauðir þrevetrir og eldri, fjórir tvævetrir, átta veturgamlir og tveir hestar.
Lesa má nánar greinargerð um þær rannsóknir sem gerðar hafa verið hér.
Jörfi á Kjalarnesi Fornleifaskráning skyrsla_101.pdf