Starfshópur um þróun þjónustu á Kjalarnesi
- Details
- Created: Wednesday, 17 April 2019 23:34
Á fundi borgarráðs 7 mars síðastliðinn var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. mars 2019, þar sem erindisbréf starfshóps um skoðun og þróun þjónustu á Kjalarnesi er lagt fram til kynningar.
Tilefnið er að liðin eru 20 ár frá sameiningu Kjalarneshrepps og Reykjavíkur, á þeim tíma vann starfshópur tillögur sem fengu nafnið "Bláa Bókin" um þjónustu og verkefni á Kjalarnesi. Lagt er til að starfshópurinn skoði almenna þróun á Kjalarnesi sem og þessar tillögur "Bláu bókarinnar" og fleiri og hvað hefur ræst af þeim.
4 fulltrúar í starfshópnum eru skipaðir af stýrihóp um innleiðingu Þjónustustefnu og tveir frá Íbúasamtökum Kjalarness. Stjórn ÍK hefur valið þá Guðna Ársæl Indriðason og Reyni Kristinsson til að taka sæti í starfshópnum.