Ályktun fundar um Framtíð Esjunnar

Í kvöld var fundur um framtíð Esjunnar, fundargestir voru um 100 auk fimm kjörinna fulltrúa í borgarstjórn, í lok fundarins var eftirfarandi ályktun gerð:

 

Ályktun fundar um Framtíð Esjunnar haldinn 09.11.2016

 

Esjan er eitt helsta kennileiti borgarinnar og gönguleiðir á og við Esjuna í landi Mógilsár hafa um lengri tíma verið eitt af vinsælustu útivistarsvæðum höfuðborgarbúa.

 

Í samræmi við sjónarmið Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur dags. 18. júní 2015, umsögn Umhverfisstofnunar dags. 7. ágúst 2014 og umsögn Hverfaráðs Kjalarness, ályktar fundurinn nauðsyn þess að borgaryfirvöld horfi til framtíðar og efni til umræðna um atvinnu- og  útivistarmöguleika í og við Esjuna, með það fyrir augum að fegurð og ásýnd Esjunnar, auknir möguleikar til útivistar, náttúruverndar og atvinnulífs fari saman.

 

Fyrst, áður en lengra er haldið og nokkrir samningar um framkvæmdir á svæðinu undirritaðir, þarf að skoða fjölbreyttar hugmyndir um uppbyggingu þessa útivistarsvæðis í góðu samráði við landsmenn alla, borgarbúa og einkum nærsamfélagið.

 

Áður en komi til undirbúnings framkvæmda í græna treflinum framkvæmi  Reykjavíkurborg umhverfismat á svæðinu með sérstöku tilliti til, þarfa og upplifunar íbúa  höfuðborgarsvæðisins. Skoða þarf mjög gaumgæfilega mismunandi hugmyndir um uppbyggingu, sem og þau samfélagslegu áhrif sem allar ásýndarbreytingar á Esjunni gætu haft í för með sér.

Umfk

Dagatal

March 2021
S M T W T F S
1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31

Á döfinni

No events

Björgunarsveitin Kjölur

Sögufélagið Steini

Facebook