Ályktun fundar um Framtíð Esjunnar

Í kvöld var fundur um framtíð Esjunnar, fundargestir voru um 100 auk fimm kjörinna fulltrúa í borgarstjórn, í lok fundarins var eftirfarandi ályktun gerð:

 

Ályktun fundar um Framtíð Esjunnar haldinn 09.11.2016

 

Esjan er eitt helsta kennileiti borgarinnar og gönguleiðir á og við Esjuna í landi Mógilsár hafa um lengri tíma verið eitt af vinsælustu útivistarsvæðum höfuðborgarbúa.

Read more: Ályktun fundar um Framtíð Esjunnar

Sigrún Ólöf Einarsdóttir hlaut Skúlaverðlaunin 2016

Sigrún Ólöf Einarsdóttir hlaut Skúlaverðlaunin 2016 á sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Verðlaunatillagan Ljómi

Skúlaverðlaunin 2016 voru afhent í gær á fyrsta opnunardegi sýningarinnar Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Verðlaunin hlaut Sigrún Ólöf Einarsdóttir fyrir lampaseríuna „Ljóma“.

Sigrún er ein af fremstu glerlistamönnum Íslands og hefur rekið glerblásturvinnustofuna Gler í Bergvík á Kjalarnesi í 36 ár.

Read more: Sigrún Ólöf Einarsdóttir hlaut Skúlaverðlaunin 2016

Framtíð ESJUNNAR

Íbúar á Kjalarnesi hafa að gefnu tilefni, síðan í febrúar í ár, ítrekað beðið um fund hjá Reykjavíkurborg varðandi hugmyndir um framkvæmdir í Esjuhlíðum sem ríma ekki við núgildandi skilgreiningu á ”græna treflinum”. Ekkert hefur hins vegar orðið úr því.

Vinnufundur um landbúnaðarstefnu fyrir Kjalarnes

Boðað er til opins vinnufundar fyrir íbúa Kjalarness þann 7. nóvember kl. 17:30 í Fólkvangi. Tilefnið er frekari stefnumörkun um  framtíðarsýn fyrir landbúnað og landnýtingu á Kjalarnesi.

Í dag er starfandi starfshópur sem hefur það hlutverk að móta landbúnaðarstefnu fyrir allt Kjalarnesið.

Read more: Vinnufundur um landbúnaðarstefnu fyrir Kjalarnes

Ilmolíumessa á sunnudaginn kl.11 í Brautarholtskirkju

http://kirkjan.is/reynivallaprestakall/skraarsofn/reynivallaprestakall/2016/10/images-1.jpegIlmolíu- messa verður í Brautarholtskirkju sunnudaginn 16. október kl.11.  Í messunni verður lögð áhersla á íhugun og kyrrð. Sungnir verða rólegir íhugunarsálmar frá Taize og predikunin fjallar um nálægð Guðs. Altarisganga fer fram og biblíuolía verður notuð til að kyrra líkama og sál í upphafi messunnar.

Organisti er Douglas Brotchie og Margrét Grétarsdóttir leiðir íhugunarsálma og messusvör. Verið hjartanlega velkomin til kirkju.

Framtíð ESJUNNAR, breyttur fundartími.

Að ósk borgarfulltrúa Reykjavíkur færum við áður auglýstan fund fram til miðvikudagsins 9. nóvember.
Íbúasamtök Kjalarness bjóða hér með til opins fundar miðvikudaginn 9. nóvember 2016 kl. 18:00, til þess að ræða pólitíska hugsjón borgarfulltrúa og framtíðarsýn Reykjavíkurborgar á græna treflinum og svæðinu við og í næsta nágrenni við Esjuna.

Fundurinn verður haldinn í Fólkvangi á Kjalarnesi. Við óskum einlæglega eftir nærveru þinni á þessum fundi til þess að eiga uppbyggilegt samtal um skipulagið á og við þetta djásn Reykjavíkur.

Ýmis gögn Íbúasamtakanna er HÉR að finna.

Fréttatilkynning Í.K.

Stjórn Íbúasamtaka Kjalarness hafa sent frá sér fréttatilkynningu vegna fyrirhugaðrar svifbrautar (kláfs) á Esju í mógilsá. En þar segir:

Íbúasamtök Kjalarness leggjast alfarið gegn því að Reykjavíkurborg undirriti samning um leigu á lóðum í hlíðum Esju í tengslum við áætlanir fyrirtækisins Esjuferju ehf. um svifbraut á Esju. Svifbrautin er ekki í samræmi við gildandi skipulag og umsagnaraðilar hjá ríkinu og Reykjavíkurborg vara við framkvæmdunum. Íbúasamtökin gera einnig alvarlegar athugasemdir við stjórnsýslu í tengslum við verkefnið. Svifbrautinni er ætlað að ferja um 150.000 ferðamenn á ári upp á topp Esju, sem í skipulagi hefur verið skilgreindur með lítið útivistarþol. Um er að ræða:

Umfk

Dagatal

May 2019
S M T W T F S
1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31

Á döfinni

No events

Björgunarsveitin Kjölur

Sögufélagið Steini

Facebook