AÐALFUNDUR ÍBÚASAMTAKA KJALARNESS
- Details
- Created: Sunday, 26 June 2016 20:29
AÐALFUNDUR ÍBÚASAMTAKA KJALARNESS
Verður haldinn þriðjudagskvöldið 19. júlí 2016 í Fólkvangi kl 20:00.
Dagskrá fundarins samkvæmt samþykktum félagsins.
Íbúar á Kjalarnesi sem vilja hafa áhrif á umhverfi sitt eru hvattir til að koma og endurreisa Í.K. og taka þátt í fjölbreyttu starfi félagsins.
Stjórnin
Guðsþjósta í Brautarholtskirkju
- Details
- Created: Tuesday, 14 June 2016 21:42
Guðsþjósta verður í Brautarholtskirkju föstudaginn 17. júní kl. 11:00.
Prestur verður Séra Gunnar Kristjánsson
og organisti Antoniv Hevesi.
Félagar úr Karlakór Kjalnesinga leiða söng.
Sóknarnefnd.
Fyrsta skóflustunga að útialtari að Esjubergi á Kjalarnesi
- Details
- Created: Thursday, 05 May 2016 21:45
Sunnudaginn 8. maí kl. 14.00 verður helgistund á Esjubergi á Kjalarnesi. Tilefnið er að tekin verður fyrsta skóflustunga að útialtari þar á staðnum. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, tekur skóflustungu ásamt sr. Þórhildi Ólafs, prófasti Kjalarnessprófastsdæmis, fulltrúa sögufélagsins Steina á Kjalarnesi, formanni sóknarnefndar Brautarholtssóknar og einu fermingarbarni vorsins 2016. Helgistundinni stýrir sr. Gunnþór Þ. Ingason, prestur helgihalds og þjóðmenningar. Í lok stundarinnar verður boðið upp á kaffi og kleinur.
Read more: Fyrsta skóflustunga að útialtari að Esjubergi á Kjalarnesi
Kjalnesingar og hælisleitendur
- Details
- Created: Saturday, 07 May 2016 11:21
Opið hús verður í Fólkvangi sunnudaginn 8. maí kl. 11 - 13. Allir Kjalnesingar og hælisleitendur sem búsettir eru í Arnarholti eru velkomnir. Markmiðið er að Kjalnesingar og hælisleitendur ræði saman og kynnist betur.·
Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.
Verið öll hjartanlega velkomin