Sögufélagið Steini

Um félagið


kt. 420312-0160 reikn.nr. 0130-26-010232
fb @sogufelagidsteini
 

Sögufélagið Steini var stofnað í janúar 2010. Hugðarefni félagsins er að safna saman efni um örnefni, þjóðlegan fróðleik, fornminjar og sögu Kjalarness frá öndverðu til okkar daga. Aðalhvatamaður þess er Ásgeir Harðarson á Skrauthólum og fyrsti formaður þess er Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir. Nafn félagsins er tileinkað minningu ástsæls kennara í Klébergsskóla 1999-2009, Þorsteins Broddasonar. Hann var áhugasamur um sögu Kjalarness og dyggur stuðningsmaður þeirrar hugmyndar um stofnun sögufélags á Kjalarnesi. Félagið hyggst meðal annars beita sér fyrir uppsetningu fræðsluskilta við sögulega og áhugaverða staði á Kjalarnesi og standa fyrir fræðslufundum um ýmis þjóðleg og söguleg málefni.
 

Kosin stjórn á aðalfundi 22. Júní 2020 til ársfundar 2021 og hafa skipt með sér verkum;
 
Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir formaður - s. 695-2876 / hsb3 (hjá) hi.is
Bjarni Sighvatsson varaformaður - s. 891-8012 / bjarni.esjugrund (hjá) gmail.com
Guðlaug Kristjándóttir ritari - s. 888-8709, gudlaughk (hjá) gmail.com
Theodór Theodórsson gjaldkeri – s. 699-8253 / teddi (hjá) kjalarnes.is
Sigríður Pétursdóttir meðstjórnandi til 1 árs – s. 822-6750 / sigridu (hjá) hi.is 
Þorbjörn Broddason varamaður til 1 árs
sr Gunnþór Þ Ingason. varamaður til 1 árs -

Frásagnir

 

Frásögn í Kjalnesingi í mars 1931.

Brúarlandsför

Þau tíðindi bárust í vetur drengjunum hér í skólanum á Klébergi, að stallbræður þeirra í skólanum á Brúarlandi hefðu í hyggju að bjóða þeim til glímukeppni áður en langt um liði. Þótti þeim þetta tíðindum sæta. Hér var nýtt á ferðum, og hugðu þeir gott til þess að fá tilbreytni og skemmtun, og suma fór að dreyma um frægð og frama. En eins gættu þeir ekki, og það var að búa sig eftir megni undir það, sem í vændum var. Svo kom boðið. Ellefu drengir ákváðu að fara, og nú var hafist handa með undirbúning.  Æfingar voru hafðar í frímínútum og engin stund látin ónotuð. Sunnudagsmorguninn 22. marz [1931] lagði hópurinn af stað. 
...... meira

===============================================================
 
>> 
The Celtic Christian Outdoor Altar at Esjuberg in Kjalarnes, South-West Iceland: The Story and the Work


Hrefna S. Bjartmarsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.2018

In old Icelandic manuscripts, Landnámabók (the Book of Settlements, written around 1300) and Kjalnesinga saga (Saga of Kjalarness) written in the beginning of the 14th century) there is a narrative of settlers who sailed to Iceland from the British Isles, mainly from Ireland and the Hebrides Isles west of Scotland. Most of these people settled in the west and south-west parts of Iceland. These settlers were both of British and Norse origin and many of them were ‘Celtic’ Christians or influenced by ‘Celtic’ Christianity.  According to the studies by deCODE Genetics in Iceland, a considerable number of the settlers in Iceland came from the British Isles, mainly women. 

..more txt..  and  .. pictures and drawings

 

===============================================================

>> Saga map of Ireland and the British Isles

Gísli Sigurðsson 2015

 .. more txt ..

 

Verkefni

 

Tvö ný skilti voru sett upp í júní 2013 með fræðsluefni um Kjalnesinga sögu á Klébergi og um jarðfræði á bakkanum við Sjávarhóla.
Það má segja að hringsjárhugmynd hans Þorsteins Broddasonar heitins hafi verið lokað er þriðja skiltið var sett upp á Klébergi í júlí 2015. Alls eru skilti Sögufélagsins Steina og Reykjavíkurborgar orðin 6 á Kjalarnesi.
Í júní 2016 var síðan fugla og örnefnaskiltið tilbúið og hefur það verið sett upp á bakkanum við skiltið á bakkanum við Sjávarhóla .

Kjalarnesskilti 1og2 lokautgafa.pdf
Kjalarnesskilti_3og4_2002013.pdf
Kjalarnesskilti_Kleberg_2014_5.pdf
Skilti Fuglar 2016 A.pdf
 

Sögufélagið setti upp sumarið 2016,  í samráði við heimamenn og landeigendur, grettistak eitt mikið í landi Esjubergs, úr Esjubergsnámu, sem markar upphafsframkvæmd á útialtari við Esjuberg, minnismerki um  fyrstu kirkju á Íslandi

Altarið

Grein í Kirkjublaðinu.

Pistill á kirkjan.is.

DRÖG Altari framkvæmdatexti

Annálar

 

Annáll 2020 2021 

Annáll 2019 2020 

Annáll 2018 2019

Ársyfirlit Sögufélagsins Steina 2015 2016

Ársyfirlit_SfS_2014-15.pdf 

Ársyfirlit Aðalfundur Sögufélagsins Steina 2013_II.pdf

  

Samþykktir

Stofnskrá Sögufélagsins
1. Grein
Félagið heitir Sögufélagið Steini, skammstafað SfS Félagssvæðið nær milli Kiðafellsár og Leirvogsár innan borgarmarka Reykjavíkur. Heimili og varnarþing félagsins er í Reykjavík

2. Grein
Tilgangur félagsins er: Að safna saman upplýsingum um örnefni, þjóðlegan fróðleik, fornminjar og sögu Kjalarness frá öndverðu og gera þær aðgengilegar. Starfsemi félagsins byggir á sjálfboðaliðastarfi félaga, en sérstakir atburðir eða verkefni verða háð styrkjum og/eða annarri fjáröflun.

3. Grein
Allir sem áhuga hafa á sögu Kjalarness geta gerst félagar. Kjörgengi hafa allir 18 ára og eldri.
Heiðursfélagar: Heimilt er að kjósa heiðursfélaga SfS á aðalfundi samkvæmt tillögu stjórnar.

 

4. Grein
Stjórn SfS fer með æðsta vald í málefnum félagsins milli aðalfunda. Stjórn SfS skal skipuð fimm stjórnarmönnum; formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda.
Kjörtímabilið er til tveggja ára. Skal kjósa tvo stjórnarmenn á jöfnu ártali en þrjá hitt árið. Varamenn skulu vera þrír og kosnir árlega. Stjórn skiptir með sér verkum. Einnig skal á aðalfundi kjósa tvo skoðunarmenn reikninga félagsins til eins árs.

5. Grein
Formaður boðar stjórnarfundi og stýrir þeim. Skylt er að halda stjórnarfund ef þrír stjórnarmenn óska þess. Ef aðalmaður getur ekki mætt skal kalla varamann í hans stað. Stjórnarfundur er lögmætur ef þrír stjórnarmenn eru mættir, þar af formaður eða varaformaður. Stjórnin skal halda gerðabók um störf sín.

6. Grein
Málefnum félagsins er stjórnað af:
a) Aðalfundi
b) Stjórn félagsins.

7. Grein
Aðalfund skal halda fyrir lok mars ár hvert. Aðalfund skal boða með tryggum hætti með sjö daga fyrirvara og telst fundarboðunin þá lögleg. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Reikningsár félagsins er almanaksárið. Séu lagabreytingar fyrirhugaðar skal þess getið í fundarboði og jafnframt hvaða greinum laganna fyrirhugað er að breyta. Einfaldur meirihluti ræður niðurstöðu mála, nema lagabreytingar sem þurfa 2/3 hluta greiddra atkvæða.
Dagskrá aðalfundar:
1) Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara.
2) Formaður flytur skýrslu stjórnar um störf á liðnu ári.
3) Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins.
4) Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.
5) Reikningar bornir undir atkvæði.
6) Lagabreytingar.
7) Kosningar samkvæmt 4. grein þessara laga.
8) Önnur mál.
9) Fundarslit.

8. Grein
Stjórnin skal boða til almenns fundar ef ákveðnar óskir koma fram þar að lútandi. Fundurinn skal auglýstur og boðaður eins og um aðalfund væri að ræða.

9. Grein
Stjórn er heimilt að stofna nefndir á hverjum tíma eftir því sem þörf krefur. Nefndir félagsins skulu hafa fullt samráð við stjórnina um mál er varða félagið og halda gerðabók um störf sín.

10. Grein
Ef leggja á félagið niður getur það einungis gerst á aðalfundi með 2/3 hluta greiddra atkvæða. Eignir félagsins skulu þá renna til Íbúasamtaka Kjalarness til varðveislu.

21. janúar 2010
Vísað til framhaldsstofnfundar
Samþykkt á framhaldsstofnfundi þann 4. Febrúar 2010.
Breytt á aðalfundi 24. febrúar 2011,
breytingar á 7. grein og 8. lið 7. greinar, samþykktar á aðalfundi þann 23. mars 2019.

 

powered by social2s