Skógræktarfélagið

Um félagið

 

 

Skógræktarfélag Kjalarness var stofnað árið 1958 og hefur starfað með hléum í 43 ár !

Undanfarin ár hefur félagið verið einstaklega virkt. Haldnir hafa verið fræðslufyrirlestrar, félagsmönnum hefur gefist kostur á að leita ráða hjá stjórninni um styrki og plöntur á góðu verði hafa verið boðnar félagsmönnum.skog-mogilsa

 

Félagið er í stöðugri sókn og eru félagsmenn í dag rúmlega 40. Þeir fá send félagsskírteini, laufblaðið og ýmsilegt góðgæti sem stjórnin reynir að sanka að sér s.s. upplýsingar o.fl.

 

 

 

 

 

Svæðin

 

Skógræktarsvæði félagsins eru:

 

Í Mógilsá
Við Arnarhamar
Á Inngunnarstöðum í Brynjudal
Ásamt 1/6 eignarhluta í Jörðinni Fossá í Kjós.

 

Skógræktarfélag Kjalarness
Vindheimum, Kjalarnesi
116. Reykjavík

 

Stjórn

 

 

 Formaður:
Baldvin Grétarsson
Varaformaður
Guðni Indriðason
Gjaldkeri
Sigríður Bjartmarsdóttir
Ritari
Jóhanna S. Sigurðardóttir
Meðstjórnandi
Símon Þorleifsson

 

Samþykktir SK

Lög Skógræktarfélags Kjalarness

 

Lögin voru samþykkt á framhaldsaðalfundi 19. maí 1999.

 

1.gr.

 Félagið heitir Skógræktarfélags Kjalarness (S.K.) og félagssvæði þess er fyrrverandi Kjalarneshreppur. Heimili þess er sama og formans á hverjum tíma og varnarþing er Reykjavík.

 2.gr.

 Tilgangur félagsins er að efla skógrækt, trjárækt, skrúðgarðarækt og aðra landgræðslu á félagssvæðinu, sem og á jörðinni Fossá í Kjósahreppi.

 3.gr.

 Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að:

 sameina þá einstaklinga á félagssvæðinu sem áhuga hafa á hverskonar landgræðslu og umhverfismálum og veita félagsmönnum fræðslu um skógrækt, trjárækt, skrúðgarðarækt og aðra landgræðslu með leiðbeiningum og fræðslustarfsemi s.s. fyrirlestrum, myndsýningum og sýnikennslu, eftir því sem kostur er á.

 að efla umhverfisvitund allra íbúa í Kjalarneshverfi, og stuðla að hreinu og heilbrigðu umhverfi.

 að efla trjárækt á Kjalarnesi t.d. til skjóls og fegrunar og aðstoða félagsmenn við útvegun á trjáplöntum, fræi og efni til skógræktargirðinga svo og gróðursetningu og sáningu.

 að stuðla að friðuð verði svæði til skógræktar eða vernda skógarleifar sem fyrir eru og veita til þess fjárhagslegan stuðning.

 að vinna að uppbyggingu útivistarsvæða í samvinnu við einstaklinga, önnur félög og stjórnvöld.

 að stuðla að, að lög um lausagöngu búfjár verði virt í hvívetna.

4.gr.

 Hver sá sem greiðir félagsgjald er fullgildur félagi. Árgjald skal ákveðið á aðalfundi. Reikningsár félagsins er frá 1. apríl til 31. mars.

 5.gr.

 Heimilt er stjórninni að bera fram til samþykktar á aðalfundi útnefningu heiðursfélaga, sem starfað hafa sérstaklega vel að málefnum SK eða framgangi hverskonar landgræðslu á félagssvæðinu.

6.gr.

 Stjórn félagsins skipa fimm menn, formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi, og fimm til vara. Aðalfundur kýs hverju sinni aðalmenn og varamenn í stjórn, til tveggja ára í senn þannig að á oddatöluártali skulu 3 kosnir í stjórn og varastjórn en 2 hitt árið. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum.

 

Ákvæði til bráðabirgða.

 Á aðalfundi árið 2000 skal dregið um þá 2 stjórnarmenn og 2 varamenn sem skulu ganga úr stjórn.

 7.gr.

 Stjórnarfundi boðar formaður eða annar í umboði hans, þegar hann telur nauðsyn bera til. Stjórnarfundi skal halda ef einhver stjórnarmanna krefst þess, enda hafi hann tilkynnt formanni þá kröfu sína og getið þess í hvaða tilgangi fundurinn skal boðaður. Á stjórnarfundum ræður einfaldur meirihluti úrslitum mála.

 8.gr.

 Aðalfund SK skal halda árlega fyrir apríllok og fer hann með æðsta vald í málefnum félagsins. Til aðalfundar skal boða með minnst 7 daga fyrirvara á sannanlegan hátt. Stjórnin skipar fulltrúa vegna Fossár. Atkvæðarétt á aðalfundi hafa fullgildir félagar.

 Á aðalfundi skulu eftirgreind mál tekin fyrir:

 9.gr.

 Aðalfundur kýs sér fundarstjóra, sem stjórnar fundinum og tekur ákvarðanir um málsmeðferð og atkvæðagreiðslur. Fundarstjóri tilnefnir fundarritara. Kosningar skulu fara fram með handauppréttingu, nema fundarstjóri ákveði leynilega kosningu, svo og ef fram kemur krafa um það.

10.gr.

 Aukafundi skal halda innan 3ja vikna ef 1/3 fullgildra félaga krefjast þess.

 11.gr.

Meirihluti þeirra félaga sem mættir eru á aðal- og aukafundi SK ræður úrslitum mála, nema annars sé getið í þessum samþykktum, sbr 12. gr. Verði atkvæði jöfn við kosningar til trúnaðarstarfa hjá félaginu skal hlutkesti ráða.

12.gr.

 Fundargerðir aðalfunda skulu bókaðar í fundargerðarbók, svo og fundargerðir aukafunda. Stjórnarfundi skal og bóka og þar getið samþykkta og ákvarðana stjórnarinnar. Skulu bókanir í fundargerðabækur teljast full sönnun þess sem fundir hafa ákveðið, enda skulu þær staðfestar af stjórnarmönnum með undirskrift.

 13.gr.

 Til breytinga á samþykktum þessum þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða á aðalfundi, enda hafi væntanleg lagabreyting verið tiltekin í fundarboði og mættur sé að minnsta kosti helmingur þeirra félaga sem rétt hafa til að greiða atkvæði á fundinum.

14.gr

 Komi tillaga fram um slit félagsins skal hún sæta sömu málsmeðferðar og lagabreytingar sbr. gr. 13. Skal aðalfundur ráðstafa eignum félagsins í sem nánustu samræmi við yfirlýst markmið félagsins.

 15.gr.

 Lög þessi samþykkt á framhaldsaðalfundi 19. maí 1999 og öðlast þegar gildi.

 

Jólatrjáasala

Jólatrjáasalan að Fossá í Hvalfirði

 

Hefð hefur skapast fyrir því að skógræktarfélagið bjóði fólki að koma og velja sér jólatré úr skógræktinni að Fossá í Kjós og með því aðstoðað við grisjun á svæðinu.
Þessi þáttur hefur verið einn af stólpum í fjármögnun félagsins undanfarin ár.

 

 

powered by social2s