Björgun fær lóð í Álfsnesvík

Fréttatilkynning

 

4.6.2019

 

 

Björgun og Reykjavíkurborg undirrituðu samkomulag í gær um að Björgun fái lóð undir starfsemi sína í Álfsnesvík.

 

Reykjavíkurborg hefur veitt Björgun vilyrði um lóð undir starfsemi sína við Álfsnesvík. Björgun sem vinnur að dýpkun og uppdælingu steinefna úr sjó er hætt starfsemi sinni við Sævarhöfða.

 

 

Samkvæmt samningi við Faxaflóahafnir vinnur Björgun að því að ljúka við landfyllingu sem nýtt verður fyrir stækkun Bryggjuhverfisins í Reykjavík og dýpkun innsiglingarrennu í smábátahöfn hverfisins. Björgun hefur hins vegar ekki starfsleyfi lengur á Sævarhöfða til uppdælingar og vinnslu á efni. Fyrirtækið er hins vegar með einhverjar birgðir af steinefnum á athafnasvæðinu sem verða kláraðar á næstunni.

 

Lóðavilyrðið sem Reykjavíkurborg hefur veitt Björgun er upp á 7,5 hektara lóð við Álfsnesvík á Álfsnesi í Reykjavík og heimilar byggingu 1.200 fermetra húsnæðis. Það er háð þeim skilyrðum að landnotkun á svæðinu verði skilgreind fyrir iðnaðarstarfsemi með breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og Aðalskipulagi Reykjavíkur sem auglýst verður á næstunni.

 

 

Þegar nauðsynlegar breytingar á skipulagi svæðisins hafa verið samþykktar mun borgarráð úthluta Björgun lóð við Álfsnesvík til 40 ára á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði.  Björgun mun sjá um að móta lóðina í tiltekna hæð og sjá um nauðsynlegar framkvæmdir við mótun hennar.

 

 

Lóðarleiga lóðarinnar ákvarðast samkvæmt gjaldskrá Reykjavíkurborgar. Gatnagerðargjald greiðist ekki þar sem lóðin er utan skilgreinds þéttbýlis samkvæmt aðalskipulagi. Björgun greiðir byggingarréttargjald að fjárhæð 14.500 kr. fyrir hvern fermetra ofanjarðar sem heimilaður verður samkvæmt samþykktu deiliskipulagi á lóðinni. Fjárhæðin skal framreiknast í samræmi við þróun byggingarvísitölu miðað við grunn í maí 2019.

 

 

Björgun mun bera kostnað við landmótun svæðisins, bæði í sjó og á landi, fyllingagerð, grjótvarnir, mön við lóðarmörk, gerð viðlegu­mann­virkja og dýpkun á siglingarleið.

 

 

Sjá samning í fundargerð borgarráðs

 

https://reykjavik.is/fundargerdir/fundur-nr-5546

 

 

 

Myndatextar. Björgun vinnur að því að ganga frá athafnasvæði sínu við Sævarhöfða og ganga frá landfyllingu sem nýtt verður fyrir stækkun Bryggjuhverfisins.

 

 

Frá undirritun í gær. Lárus Dagur Pálsson framkvæmdastjóri Björgunar og Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna sitja. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi og stjórnarformaður Faxaflóahafna standa fyrir aftan. Skrifað var undir samkomulag á milli Faxaflóahafna og Björgunar um frágang svæðisins og dýpkun að smábátahöfn Bryggjuhverfisins auk undirritunar lóðavilyrðisins.

Feed not found.

Dagatal

June 2023
S M T W T F S
1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30

Á döfinni

No events

Björgunarsveitin Kjölur

Sögufélagið Steini

Facebook