Framtíðarsýn Kjalnesinga - hafðu áhrif
- Details
- Created: Tuesday, 04 June 2019 22:17
Starfshópur um þjónustu á Kjalarnesi boðar til vinnustofu með íbúum. Markmiðið er að ræða saman um þjónustu borgarinnar á Kjalarnesi og móta hugmyndir til framtíðar. Efni sem verður til á vinnustofunni verður notað í skýrslu sem verður lögð fyrir borgarráð á haustmánuðum. Vinnustofan gefur íbúum tækifæri til að leggja sitt af mörkunum í þróun þjónustu í sínu hverfi.
Vinnustofan verður þriðjudaginn næstkomandi, 4.júní kl 18-20 í Fólkvangi.
Heitt á könnunni og léttar veitingar í boði.
Hlakka til að sjá sem flesta ? Skráðu þig hér: bit.ly/vinnustofa_kjalarnes