- Details
-
Created: Wednesday, 10 August 2016 20:21
Stjórn Íbúasamtaka Kjalarness hafa sent frá sér fréttatilkynningu vegna fyrirhugaðrar svifbrautar (kláfs) á Esju í mógilsá. En þar segir:
Íbúasamtök Kjalarness leggjast alfarið gegn því að Reykjavíkurborg undirriti samning um leigu á lóðum í hlíðum Esju í tengslum við áætlanir fyrirtækisins Esjuferju ehf. um svifbraut á Esju. Svifbrautin er ekki í samræmi við gildandi skipulag og umsagnaraðilar hjá ríkinu og Reykjavíkurborg vara við framkvæmdunum. Íbúasamtökin gera einnig alvarlegar athugasemdir við stjórnsýslu í tengslum við verkefnið. Svifbrautinni er ætlað að ferja um 150.000 ferðamenn á ári upp á topp Esju, sem í skipulagi hefur verið skilgreindur með lítið útivistarþol. Um er að ræða:
- þrjú 37 – 45 m há möstur sem munu sjást í 10 – 12 km fjarlægð og nokkur minni þar á milli,
- 1.000 – 1.500 fm byggingu á upphafsstöð við Esjurætur,
- 800 – 1.000 fm byggingu við Rauðhól í miðri Esju í 467 m hæð yfir sjávarmáli,
- veg þangað sem einnig mun sjást í 12 km fjarlægð,
- 300 – 500 fm byggingu uppi á toppi Esju í 900 m hæð,
- farþegakláf sem tekur allt að 80 farþega,
- efnisþörf framkvæmda á bilinu 10.000 – 17.000 rúmmetrar,
- beina röskun á trjágróðri sem fjarlægja þarf á lóðunum, en kláfurinn mun liggja við og yfir svæði þar sem nú þegar eru fjölfarnir göngustígar og skógurinn er hvað þéttastur.
Reykjavíkurborg hefur að ósk einkafyrirtrækis staðið í viðræðum við Fjármálaráðuneytið um milligöngu um leigu á landi undir kláf og þjónustustöðvar í Esju, innan marka „Græna trefilsins“. Lóðaleigusamningur liggur nú fyrir og stendur undirritun af hálfu borgarráðs til á næstunni. Með samningnum er land tekið af Skógrækt ríkisins og leigt til Reykjavíkurborgar.
Fréttatilkynninguna má lesa í heild sinni
HÉR.
Frekari gögn um málið er að finna
HÉR.
Áður hefur hverfisráð kjalarness fjallað um málið og á 144 fundi ráðsins var samþykkt bókun sem má lesa
HÉR.