Laugardagur, 27 ágúst, 2016
   
Letur stærð
Innskráning
haus-01.png

Fréttatilkynning Í.K.

Stjórn Íbúasamtaka Kjalarness hafa sent frá sér fréttatilkynningu vegna fyrirhugaðrar svifbrautar (kláfs) á Esju í mógilsá. En þar segir:
Íbúasamtök Kjalarness leggjast alfarið gegn því að Reykjavíkurborg undirriti samning um leigu á lóðum í hlíðum Esju í tengslum við áætlanir fyrirtækisins Esjuferju ehf. um svifbraut á Esju. Svifbrautin er ekki í samræmi við gildandi skipulag og umsagnaraðilar hjá ríkinu og Reykjavíkurborg vara við framkvæmdunum. Íbúasamtökin gera einnig alvarlegar athugasemdir við stjórnsýslu í tengslum við verkefnið. Svifbrautinni er ætlað að ferja um 150.000 ferðamenn á ári upp á topp Esju, sem í skipulagi hefur verið skilgreindur með lítið útivistarþol. Um er að ræða:

Lesa nánar: Fréttatilkynning Í.K.

 

Frá aðalfundi Í.K.


AÐALFUNDUR ÍBÚASAMTAKA KJALARNESS var haldinn þriðjudagskvöldið 19. júlí 2016 í Fólkvangi.

Til fundarins var boðað fyrst og fremst til að endurvekja Íbúasamtökin.

Fráfarandi formaður Ásgeir Harðarson lýsti stuttlega stöðu félagsins og lagði fram bókhald þess en ekki í formi ársreikninga. Ákveðið var að kjósa starfsstjórn fram að framhaldsaðalfundi sem boðað verði til í haust. Fyrir þann fund verði stjórnin búin að gera ársreikninga undanfarinna ára tilbúna til umfjöllunar og þá samykktar svo starfsemi félagsins komist í eðlilegt horf. Þá fól fundurinn starfsstjórninni að fylgja eftir hagsmunamálum félagsins fram að framhaldsfundinum.

Lesa nánar: Frá aðalfundi Í.K.

 

AÐALFUNDUR ÍBÚASAMTAKA KJALARNESS

AÐALFUNDUR ÍBÚASAMTAKA KJALARNESS
Verður haldinn þriðjudagskvöldið 19. júlí 2016 í Fólkvangi kl 20:00.

Dagskrá fundarins samkvæmt samþykktum félagsins.
Íbúar á Kjalarnesi sem vilja hafa áhrif á umhverfi sitt eru hvattir til að koma og endurreisa Í.K. og taka þátt í fjölbreyttu starfi félagsins.

Stjórnin

Lesa nánar: AÐALFUNDUR ÍBÚASAMTAKA KJALARNESS

   

Síða 1 af 100

Þjónusta á Klébergi

Efst á baugi

Sú ánægjulega hefð hefur skapast á Öskudaginn að þennan dag eftir skóla ganga börn um Grundahverfið, banka upp á og syngja fyrir íbúana og ekki þykir verra að fá smá gotterí að launum. Þetta er skemmtilegur siður og eru íbúar beðnir um að taka vel á móti börnunum.

Nánar...
Pöntunarþjónusta á strætó milli Kjalarness og Mosfellsbæjar er viðbót á þjónustu Strætó bs við Kjalnesinga. Nýja leiðin er númer 29 og verður í pöntunarþjónustu. Nánar...

Að velja eigið jólatré að Fossá í Hvalfirði er hjá mörgum orðin ómissandi þáttur í jólaundirbúningnum. Undanfarin ár hefur Fossá Skógræktarfélag boðið fólki að koma og velja sér jólatré til kaups úr skógræktinni að Fossá í Kjós og með því aðstoðað við grisjun á svæðinu. Nánar...

Sunnudaginn 6. desember verður sunnudagaskólinn á hefðbundnum tíma kl. 11 í Brautarholtskirkju en síðdegis kl. 17 er boðið til adventustundar í Fólkvangi. Þar ætlum við að syngja saman falleg jólalög, hlýða á jólasögu og hugleiða aðventuna saman. Heitt súkkulaði og piparkökur verða að sjálfsögðu í boði. Nánar...

Í upphafi aðventu er að vanda hin árvissa "JÓLAHELGI" hjá Sigrúnu í Bergvík. Þá er opið hús á glerblásturverkstæðinu þar sem gestum gefst kostur á að sjá glerblástur, skoða glerlist og þiggja léttar veitingar. Listakonuna Sigrúnu í Bergvík þekkja flestir·Kjalnesingar. Nánar...

Á döfinni

Ágúst 2016
S M Þ M F F L
31 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 1 2 3
Atburðaleysi

Veður

Það eru 391 gestir á síðunni núna
Endursetja stillingar

Innskráning